ABC-börnin okkar

David

Veronica

Manisha

Veronica

Veronica fæddist árið 1995 í Pakistan. Faðir hennar er látinn og býr hún ásamt móður sinni og systkinum hjá frænda þeirra, enda hefur móðir hennar ekki efni á að leigja eigið húsnæði. Móðir Veronicu vinnur sem húshjálp en hefur mjög litlar tekjur og á varla fyrir mat og getur ekki borgað skólagjöld fyrir börnin. Því er stuðningur ABC við þau mikils virði því þar fá Veronica og tvær systur hennar menntun, eina máltíð á dag og læknishjálp.

Í Pakistan búa rúmlega 180 milljónir manna og er landið því hið sjötta fjölmennasta í heiminum. Það á landamæri með Indlandi, Afganistan, Íran og Kína og hefur löngum verið róstursamt innan sem utan landamæra þess. Það hefur að sjálfsögðu haft mikil áhrif á lífsgæði Pakistana en 20% landsmanna lifa á innan við 160 krónum á dag. Fjölskylda Veronicu er ein þeirra sem þarf að draga fram lífið á þeim sultarlaunum enda fá þær konur sem starfa við húshjálp víða um heim afar lág laun, þrátt fyrir langa og erfiða vinnudaga.

Veronica fékk stopula skólagöngu sem barn en reynir nú að bæta það upp, enda vill hún verða kennari þegar hún verður eldri. Framtíð Veronicu mun því vonandi verða bjartari en móður hennar, þökk sé þeirri menntun sem hún aflar sér í ABC skólanum.

Nánari uppýsingar um ABC-barnahjálpina má nálgast á vefsíðu þeirra abc.is. Íslendingar geta stutt fátæk börn um allan heim með ýmsum hætti í gegnum samtökin. Sum börn þurfa bæði heimili og menntun, önnur búa þegar með foreldrum sínum, oft við afar bágar aðstæður, og fá auk náms læknishjálp og eina máltíð á dag.
Til baka