ABC-börnin okkar

David

Veronica

Manisha

Manisha

Manisha er fædd 2006 og býr í Jaranwala í Pakistan. Bærinn er suður af höfuðborginni Islamabad. Hún býr hjá fjölskyldu sinni en ABC styður hana til náms, enda býr fjölskyldan við sára fátækt. Þau búa í húsi sem byggt er úr leir og elda utandyra. Þau fá vatn úr borholu en salernisaðstaðan er engin. Hún á tvo bræður og þrjár systur og er annar bróðurinn einnig í ABC-skólanum. Auk þess að sjá um skólagöngu Manishu veitir ABC-barnahjálpin henni nauðsynlega læknishjálp og eina máltíð á dag.

Nánari uppýsingar um ABC-barnahjálpina má nálgast á vefsíðu þeirra abc.is. Íslendingar geta stutt fátæk börn um allan heim með ýmsum hætti í gegnum samtökin. Sum börn þurfa bæði heimili og menntun, önnur búa þegar með foreldrum sínum, oft við afar bágar aðstæður, og fá auk náms læknishjálp og eina máltíð á dag.
Til baka