Um hugbúnað

- Námsvefur í stöðugri þróun -

Stoðkennarinn virkar á öllum helstu vöfrum, svo framalega sem ekki er um of gamla útgáfu að ræða því vefurinn nýtir sér allt það nýjasta á sviðið netsins.

Vefurinn er að mestu byggður upp á PHP-máli og hægt er að keyra þær síður á hvaða tölvu sem er. Sum verkefni krefjast þess hins vegar að notandi hafi nýjasta JAVA-hugbúnaðinn á tölvunni. Hann er þegar í flestum tölvum en annars má hala honum niður ókeypis frá www.java.com. Við mælum með því að athuga fyrst hvort hugbúnaðurinn sé í tölvunni með því að smella hér.

Til að spila tölvunámskeiðin þarf að hafa hljóðkort, hátalara (eða heyrnatól) og sækja þarf Shockwave spilara í tölvuna.

Stoðkennarinn virkar að stórum hluta til í spjaldtölvum en nú er unnið að því að aðlaga hann betur að þeirri tækni. Þau verkefni sem unnin eru á java og flash virka ekki á iPad en smám saman munu verkefni verða forrituð á ný í html5 sem mun gera vefinn aðgengilegan með bæði, borð-, far- og spjaldtölvum.
Til baka