Áskrift grunnskóla

- Námsvefur fyrir skóla og heimili -

Verðskrá >>>

Þegar skóli kaupir aðgang að Stoðkennaranum er hann í raun að kaupa aðgang fyrir valinn hóp nemenda að völdum námskeiðum. Þannig er aðeins greitt fyrir aðgang fyrir þá nemendur sem koma til með að nota efnið og að því efni sem mun nýtast viðkomandi nemendum og kennurum.

Þar sem hver og einn nemandi fær eiginn aðgang getur Stoðkennarinn haldið utan um einkunnir hvers og eins og veitt kennara upplýsingar um gengi sinna nema. Þannig getur kennari sett nemendum fyrir að vinna verkefni heima og farið yfir vinnuframlag hans á auðveldan og skjótan hátt.

Umsóknarferlið er einfalt og fljótlegt. Skólastjórnendur eða kennarar þurfa að gera eftirfarandi:

  1. Senda okkur nöfn og kennitölu allra þeirra nemenda sem aðgang eiga að fá að vefnum, flokkuð eftir bekk. Einnig væri gott að fá netfang nemenda en þá geta þeir fengið notandanafn sitt og lykilorð sent í pósthólf sitt. Einnig má senda netföng foreldra (annars eða beggja) en þá fá þeir sendan póst þar sem þeim er gefinn kostur á fríum foreldraaðgangi.
  2. Senda okkur nafn, kennitölu og netfang þess kennara sem kennir bekk viðkomandi fag.
  3. Taka fram fyrir hvaða fag er verið að kaupa aðgang (íslensku, ensku, dönsku, stærðfræði eða tölvunámi).

Við munum þá ...

  1. útbúa notandanafn og lykilorð fyrir hvern nemanda og kennara og tengja nemandahóp kennara á þann hátt að kennari hefur aðgang að einkunnum, notandanöfnum og lykilorðum nemenda sinna í viðkomandi fagi.
  2. senda kennara notandanafn og lykilorð. Hann getur þá skráð sig á vefinn og smellt á krækjuna ' Kennarasvæði'. þar getur hann nálgast notandanöfn og lykilorð nemanda sinna og úthlutað þeim.

Smelltu hér til að fá upp verðskrá Stoðkennarans fyrir grunnskóla.

Til baka