Ef skóli hyggst nýta sér námsefni Stoðkennarans greiðir hann 11.000 kr. stofngjald óháð fjölda nemenda eða faga. Að auki er greitt fyrir aðgang nemanda að hverju fagi/námskeiði. Skólar fara yfirleitt þá leið að láta nemendur sjálfa greiða fyrir sinn aðgang.
Ýmist sendum við gíróseðil til nemenda eða þá að þeir greiða fyrir aðgang í skólanum. Er það skólans að ákveða hvor leiðin er farin. 300 kr. seðilgjald bætist við kostnað ef gíróseðill er sendur.