Nám og kennsla á netinu

Samfélagsfræði - Sögueyjan I

Samfélagsfræði - Sögueyjan I á netinu
Þetta námskeið byggir á fyrsta hefti Sögueyjunnar eftir Leif Reynisson. Nemendur vinna nokkur verkefni úr hverjum kafla. Eru verkefnin af ýmsum toga, s.s. fjölvalsspurningar, atburðum raðað á tímaás, parað saman og eyðufyllingar. Þannig er efni bókarinnar nálgast frá mismunandi sjónarhorni og reynt á þekkingu og skilning nemandans.

Námsvöndlar námskeiðs:

Verkefnahefti

Hver kafli heftisins kallast á við kafla bókarinnar Sögueyjan I. Nemandi les kafla bókar og spreytir sig svo á margvíslegum verkefnum. Til að mynda þarf hann að setja atburði á tímaás, fylla í eyður, svara fjölvalsspurningum, para saman menn og atburði og haka við réttar staðhæfingar. Einkunnir eru að vanda skráðar þannig að hvert verkefni virkar eins og lítið gagnvirkt próf.
Stoðkennarinn virkar nú að mestu leyti fyrir iPad. Því miður styður iPad ekki við java og flash og fyrir vikið virka einstaka verkefni ekki. Prósentutalan gefur gróflega til kynna hversu mikill hluti efnisins virkar á iPad.