Íslenska sem annað tungumál

Íslenska sem annað tungumál á netinu

Þetta námskeið hentar helst þeim nemendum sem hafa bærileg tök á enskri tungu og skilning á almennri málfræði. Farið er á markvissan hátt í málfræðina, en eins og alkunna er þá er íslensk málfræði afar flókin. Einkum er áhersla lögð á beygingu nafnorða, lýsingarorða og sagnorða. En einnig eru í boði verkefni sem vinna með orðaforða, lestur og hlustun. Kennarar geta auk þess hannað eigin framburðar- og ritunarverkefni í sérstöku umhverfi vefjarins.

Námsvöndlar námskeiðs:

Málfræðihefti

Íslenska sem annað tungumál
Kennsluheftið inniheldur um fjörutíu kafla sem skipt er í þrjá meginhluta: nafnorð, lýsingarorð og sagnorð. Áhersla er lögð á að kenna nemendum helstu beygingarflokka íslenskunnar án þess að dvelja um of við undantekningarnar. Hver kafli hefst á innlögn þar sem regla er reifuð í máli og myndum en í framhaldi vinnur nemandi gagnvirkt verkefni. Stoðkennarinn bregst við öllum villum á uppbyggilegan og skýran hátt.

Fallbeyging nafnorða

Fallbeyging nafnorða
Í þessu verkefni er nemanda gert að fallbeygja fjöldann allan af nafnorðum. Nemandi hakar við þau orð sem hann vill vinna með í hverri lotu og fallbeygir þau svo í gagnvirku umhverfi Stoðkennarans. Alls eru í boði 72 nafnorð sem skipt er í sex flokka. Ef nemandi fallbeygir orð rétt þá er það merkt sérstaklega í yfirliti, en einnig er einkunn ávallt skráð í einkunnabók.

Nútíð sagna

Íslenskar sagnir
Þetta verkefni er eðlilegt að vinna í kjölfar kaflanna um nútíð í kennsluhefti. Nemandi hakar við þær sagnir sem hann vill vinna með og ritar svo allar myndir þeirra í nútíð með því að fylla inn í eyður í setningum. Orðabókamyndir hverrar sagnar eru sýndar til hliðar nemanda til leiðsagnar, enda er ekki gert ráð fyrir að hann viti alltaf hvaða beygingarflokki sögn tilheyrir, fremur að hann geti nýtt sér upplýsingar í orðabók til að beygja hana á réttan hátt. Ef honum tekst það þá er sögnin merkt sérstaklega í yfirliti.

Þátíð sagna

Þátíð sagna
Þetta verkefni er eðlilegt að vinna í kjölfar kaflanna um þátíð í kennsluhefti. Nemandi hakar við þær sagnir sem hann vill vinna með og ritar svo allar myndir þeirra í þátíð með því að fylla inn í eyður í setningum. Orðabókamyndir hverrar sagnar eru sýndar til hliðar nemanda til leiðsagnar, enda er ekki gert ráð fyrir að hann viti alltaf hvaða beygingarflokki sögn tilheyri, fremur að hann geti nýtt sér upplýsingar í orðabók til að beygja hana á réttan hátt. Ef honum text það þá er sögnin merkt sérstaklega í yfirliti.

Óreglulegar sagnir

Sagnbeyging íslenskukennsla
Í þessu verkefni er nemanda gert að rita kennimyndir óreglulegra sagna. Hann hakar við eitt eða fleiri sagnorð sem hann vill vinna með og kallar svo fram verkefnaglugga. Þær sagnir sem hann kann eru merktar sérstaklega á yfirliti en einnig eru einkunnir ávallt skráðar til bókar.

Orðaforði: 60 örtextar

Þessi námsvöndull inniheldur sextíu örstutta texta sem flokkaðir eru eftir þema (líkaminn, samgöngur, náttúra o.s.frv.). Hver þeirra inniheldur m.a. tíu orð sem nemandi lærir utan að og vinnur með. Öll tilheyra orðin sama merkingarsviði. Verkefnið er unnið í fjórum skrefum. Fyrst lærir nemandi lykilorðin tíu utan að, því næst hlustar hann á upplesinn texta og ritar nokkur lykilorðanna í eyður. Á þriðja þrepi hlustar hann aftur á textann og hakar við staðhæfingar sem eiga við. Að ending skrifar hann orðin tíu undir viðeigandi myndir.

Sóknarskrift

Í þessu verkefni ritar nemandi setningar sem byggja á orðaforða textana sextíu í orðaforðaverkefninu. Hvert verkefni kallast þannig á við einn texta. Gott er að byrja á því að hlusta á textana og vinna verkefnin sem fylgja, og demba sér svo í framhaldi af því í sóknarskriftina. Í þessu verkefni birtist setning með eyðu í og á nemandi að velja eitt orð af fjórum til að rita í eyðuna. Þegar nemandi byrjar að rita setninguna hverfur hún. Þannig er sjónminni nemandans þjálfað um leið og hann styrkir orðaforða sinn.

Minnisspjöld - Orðaforði

íslenskur orðaforði fyrir spjaldtölvur
Í þessu verkefni vinnur nemandi áfram með orðaforðann úr orðaforðaverkefninu. Í þeim námspakka er markvisst unnið með sex hundruð orð. Hér er ensk þýðing orðs birt á minnisspjöldum með íslensku orði á bakhlið (eða öfugt). Nemandi getur merkt spjald sem lokið ef hann telur sig kunna orðið utanbókar. Hér er alfarið um sjálfsmat nemanda að ræða og því er engin einkunn skráð til bókar.

Minnisspjöld - óreglulegar sagnir

Íslenskar sagnir spjaldtölvur
Með hjálp minnisspjaldanna getur þú farið yfir og lært algengustu óreglulegu sagnir í íslensku. Æfingin skapar meistarann!