Málfræði fyrir framhaldsskóla

Málfræði fyrir framhaldsskóla á netinu

Málfræði hefur löngum verið stór hluti af móðurmálskennslu íslenskra barna og unglinga. Hætt er við að hún verði staglkennd og jafnvel of fyrirferðamikil, á meðan aðrir veigamiklir þættir eins og ritun og tjáning sitja á hakanum. Með því að nýta sér krafta Stoðkennarans er hægt að vinna á markvissan hátt í málfræðinni og nýta sér gagnvirkni tölvunnar, bæði í skóla og heima fyrir, en nota þann tíma sem sparast við yfirferð verkefni til að vinna með móðurmálið á meira skapandi hátt.

Í þessu námskeiði, sem einkum er ætlað nemendum á unglingastigi, er farið ítarlega í orðflokkana, orðhlutafræði og grunnatriði setningafræðinnar. Í kennsluheftinu er farið markvisst í þessi atriði en að auki er boðið upp á fjölda verkefna þar sem kafað er dýpra í það efni sem tekið er til umfjöllunar í heftinu. Einnig býður Stoðkennarinn upp á gagnasafn þar sem nemendur geta flett upp skilgreiningum og útskýringum á málfræðihugtökum.

Námsvöndlar námskeiðs:

Kennsluhefti

Málfræði á netinu
Þetta hefti inniheldur tæplega sextíu kafla sem skipt er í þrjá hluta. Í fyrsta hluta er farið markvisst í alla orðflokkana og mismunandi eiginleikar þeirra ræddir. Í öðrum hluta er fjallað um orðhluta (rót, stofn, beygingarending, for- og viðskeyti) en í þeim þriðja er setningafræðin kynnt. Flestum köflum fylgja gagnvirk verkefni.

Kennsluhefti II

Frumlag umsögn og andlag
Í þessu hefti er kafað nánar í setningafræðina. Hugtök eins og til að mynda setningarhlutar, setningarliðir og setningargerðir eru skoðuð og skýrð. Flestum köflum fylgja gagnvirk verkefni þar sem Stoðkennarinn veitir nemendum gagnlega svörun og skráir einkunn.

Orðflokkagreining

Orðflokkar á spjaldtölvu
Hentugt er að vinna verkefni þessa námsvönduls þegar nemandi hefur lokið öllum köflum heftis sem fjalla um orðflokkana. Nemandi hakar við nokkrar setningar sem hann vill vinna með og í kjölfarið greinir hann hvert og eitt orð. Stoðkennarinn bregst við öllum ranglega greindum orðum með því að benda á einkenni þess. Ef nemandi greinir öll orð setningar rétt þá er hún merkt sérstaklega í yfirliti, en einnig er einkunn ávallt skráð í einkunnabók.

Orðflokka- og setningahlutagreining

orðflokkar og setningarhlutar
Þessi námsvöndull hentar nemendum sem hafa lokið köflum í hefti um orðflokka og setningafræði. Nemandi velur sér nokkrar setningar til að vinna með úr safni þrjátíu setninga. Verkefnið skiptist í tvo hluta. Í fyrri hluta þarf nemandi að greina orðin í orðflokka en í hinum síðari að setja hornklofa utan um setningarhluta (frumlag, umsögn, andlag…). Ef nemandi leysir verkefni með sóma þá er viðkomandi setning merkt sérstaklega í yfirliti, en einnig er einkunn ávallt skráð í einkunnabók.

Orðakrufning

Rót og stofn
Þessi námsvöndull er hugsaður sem viðbót við þá kafla heftis sem fjalla um orðhluta og hljóðbreytingar. Nemandi byrjar á því að haka við orð sem hann vill vinna með en alls eru í boði fjörutíu orð. Verkefnið skiptist í tvo hluta. Fyrst greinir nemandi orð niður í rót, stofn, forskeyti, viðskeyti og beygingarendingu. Ef hann lýkur því með sóma þarf hann að greina hljóðbreytingu í orði. Ef nemandi greinir orð rétt þá er það merkt sérstaklega í yfirliti, en einnig er einkunn ávallt skráð í einkunnabók.

Sagnorðaþríþraut

sagnir beyging á netinu
Þessi námsvöndull þjálfar allt það sem nemandi lærir um sagnorð í kennsluhefti. Nemandi velur nokkur orð úr safni sjötíu orða til að vinna með. Verkefnið skiptist í þrjá hluta. Í fysta hluta þarf nemandi að greina beygingu sagnorðs (veik, sterk, blönduð). Í öðrum hluta skrifar nemandi kennimyndir og afleiddar myndir sagnar en í þriðja og síðasta hluta þarf hann að skrifa orð í ákveðnum hætti, persónu og tíð. Ef nemandi leysir verkefni með sóma þá er viðkomandi orð merkt sérstaklega í yfirliti, en einnig er einkunn ávallt skráð í einkunnabók.

Nafnorðaglíma

nafnorð spjaldtölvur
Hér reynir á þekkingu nemanda á meðferð nafnorða en honum er gert að fallbeygja orð, greina kyn þess og ákvarða hvort um sé að ræða veika eða sterka beygingu. Nemandi hakar við þau orð sem hann vill vinna með í hverri lotu og fallbeygir þau svo og greinir í gagnvirku umhverfi Stoðkennarans. Alls eru í boði 72 nafnorð sem skipt er í sex flokka. Ef nemandi greinir orð rétt þá er það merkt sérstaklega í yfirliti, en einnig er einkunn ávallt skráð í einkunnabók.