Skilmálar

Um leið og áskrift er keypt að námskeiðum Stoðkennarans er nafn, netfang og kennitala notanda skráð í gagnagrunn. Við notumst við kennitölu til að koma í veg fyrir tvískráningu í kerfið. Þannig veit kerfið hvort einstaklingur sé þegar notandi og bætir þá námskeiðum við reikning hans í stað þess að búa til nýjan reikning.

Notandanafn og lykilorð eru vistuð í gagnagrunni. Lykilorðið sem notendur velja sér sjálfir eru dulkóðuð þannig að ómögulegt er fyrir þá sem sýsla með gagnagrunninn (starfsmenn Stoðkennarans ehf.) að sjá lykilorð.

Þegar notandi vinnur verkefni eru einkunnir skráðar í gagnagrunn.

Stoðkennarinn ehf. lætur engum öðrum í té upplýsingar um notendur og eyðir þeim út þegar þrjú ár hafa liðið án þess að notandi hafi endurvirkjað aðgang sinn.