- Nám og kennsla á netinu -

Gagnvirk námskeið

Stoðkennarinn er gagnvirkur námsvefur sem býður upp á námskeið í íslensku, dönsku, ensku, stærðfræði náttúrufræði, samfélagsfræði og tölvuvinnslu. Eru námskeiðin ýmist sniðin að þörfum nemenda miðstigs, unglingastig og/eða nemenda framhaldsskóla. Einnig getur vefurinn gagnast öllu því fólki, hvar sem það er statt á lífsleiðinni, sem vill hressa upp á kunnáttu sína í fyrrnefndum fögum. Vefurinn hefur verið í notkun í skólum og á heimilum landins í hátt í tíu ár og hefur fyrir löngu sannað gildi sitt.

Ótal verkefni

Hvert námskeið kjarnast um kennsluhefti þar sem farið er á markvissan hátt í eintakan þátt eða reglu, í myndum og máli. Hverjum kafla fylgir gagnvirkt verkefni. En auk þess er boðið upp á ótal önnur verkefni og leiki sem dýpka skilning nemandans á námsefninu. Öll verkefnin eru gagnvirk og er því ávallt brugðist við villum nemenda á gagnlegan og uppbyggilegan hátt.

Einkunnir færðar til bókar – markvisst og einstaklingsmiðað nám

Allt sem nemandi gerir er skráð til bókar. Nemandi, kennari og foreldrar hafa aðgang að einkunnabók. Þannig hafa bæði kennarar og foreldrar góða yfirsýn yfir stöðu nemandans og geta gripið inn í á skjótan og markvissan hátt. Einnig er Stoðkennarinn duglegur að leiðrétta villur og skýra þær þannig að nemandinn getur unnið og lært án þess að kennarans njóti ávallt við.

Vandaður vefur á viðráðanlegu verði

Verðskrá Stoðkennarans ætti að vera öllum gleðiefni, enda fátítt að sjá námskeið á svo viðráðanlegu verði. Nemendur borga fasta upphæð fyrir hvern mánuð en ákvarða sjálfir hversu fljótt þeir ljúka námskeiðinu. Einnig geta skólayfirvöld keypt aðgang að námskeiðum Stoðkennarans fyrir nemendur sína og fá þá veglegan hópafslátt (sjá verðskrá grunnskóla / framhaldsskóla). Kennarar viðkomandi skóla fá þá svokallaðan kennaraaðgang og geta fylgst með framvindu nemenda sinna.

Til baka