Samfélagsfræði - Sögueyjan I

Samfélagsfræði - Sögueyjan I á netinu

Þetta námskeið byggir á fyrsta hefti Sögueyjunnar eftir Leif Reynisson. Nemendur vinna nokkur verkefni úr hverjum kafla. Eru verkefnin af ýmsum toga, s.s. fjölvalsspurningar, atburðum raðað á tímaás, parað saman og eyðufyllingar. Þannig er efni bókarinnar nálgast frá mismunandi sjónarhorni og reynt á þekkingu og skilning nemandans.

Námsvöndlar námskeiðs:

Verkefnahefti

Hver kafli heftisins kallast á við kafla bókarinnar Sögueyjan I. Nemandi les kafla bókar og spreytir sig svo á margvíslegum verkefnum. Til að mynda þarf hann að setja atburði á tímaás, fylla í eyður, svara fjölvalsspurningum, para saman menn og atburði og haka við réttar staðhæfingar. Einkunnir eru að vanda skráðar þannig að hvert verkefni virkar eins og lítið gagnvirkt próf.