Frábær viðbót í námsefnisflórunni.
Margrét, kennari í Tjarnarskóla
Frábært kennslutæki sem er góð tilbreyting fyrir okkur kennara.
Anna, Hamraskóli
Vefurinn er frábært tæki til að vinna með í tengslum við það að auka ábyrgð nemenda á eigin
námi. Þessi vefur hefur verið hvatning fyrir mörg börn í Vogahverfinu og þá sérstaklega þau
sem eru feimin að spyrja í tímum (-:
Kennari í Vogaskóla
Stoðkennarinn er mjög góður kennsluvefur. Umhverfi hans er nemendavænt og vinna nemendur mínir
í 10. bekk alltaf athugasemdalaust.
Grunnskólakennari
Stoðkennarinn er fín viðbót við annað kennsluefni og það besta sem ég hef fundið á vefnum v.þ.
hve gott er að halda utan um gengi nemenda og fylgjast með vinnu þeirra. Gangi ykkur áfram vel.
Heiðrún, kennari í Höfðaskóla
Stoðkennarinn kom inn sem gríðarlega góð viðbót í íslenskuna. Nemendur voru himinlifandi og
báðu nánast í hverjum tíma um að fá að fara inn á. Það sem mér fannst skipta sköpum varðandi
Stoðkennarann var að fá svörin fljótt og örugglega. Auk þess að fá útskýringar á villum. Þau
lærðu heilmikið á þessu. Eins og ég sagði strax þá var ég rosalega ánægð með þetta verkfæri og
notaði mikið. Aðal málið er að nemendur voru yfir sig hrifnir.
Grunnskólakennari