Stafsetning I

Stafsetning I á netinu
Í þessu námskeiði er farið í grunnatriði íslenskrar stafsetningar með þarfir og getu nemenda á miðstigi í huga. Farið er í helstu reglurnar án þess að kafa of djúpt. Fremur er lögð áhersla á að nemendur venjist ákveðnum orðmyndum og temji sér einfaldar reglur.

Stafsetningarkennsla getur auðveldlega orðið staglkennd og leiðigjörn, jafnt fyrir kennara sem nemendur. Hin hefðbundna stafsetningarkennsla tekur oft lítið tillit til mismikillar getu hvers og eins og fyrir vikið er of miklum tíma sumra varið í atriði sem þeir kunna á meðan aðrir þyrftu meiri tíma. Með því að nýta sér gagnvirk verkefni og skýra innlögn Stoðkennarans getur hver og einn nemandi unnið á sínum hraða. Á sama tíma eykst yfirsýn kennara til muna því hann getur fylgst með gengi hvers og eins á einfaldan og skjótan hátt.

Námsvöndlar námskeiðs:

Kennsluhefti

Heftið inniheldur rúmlega fjörutíu kafla þar sem farið er á skipulagðan hátt í helstu stafsetningarreglurnar. Nemandi byrjar á því að lesa sér til um regluna og vinnur svo verkefni þar sem reglan er þjálfuð á markvissan hátt. Stoðkennarinn bregst við villum með því að vísa til reglunnar og stofns eða rótar orðs eftir því sem við á.

Sóknarskrift

Heftið inniheldur rúmlega fjörutíu kafla þar sem farið er á skipulagðan hátt í helstu stafsetningarreglurnar. Nemandi byrjar á því að lesa sér til um regluna og vinnur svo verkefni þar sem reglan er þjálfuð á markvissan hátt. Stoðkennarinn bregst við villum með því að vísa til reglunnar og stofns eða rótar orðs eftir því sem við á.

Upplesnar setningar

Nemandi hlustar á upplesna setningu og ritar hana svo niður og sendir Stoðkennaranum til yfirferðar. Innan við sekúndu síðar eru birtar niðurstöður, fjöldi villna og útskýringar á eðli þeirra. Í þessu verkefni eru notaðar sömu setningar og í sóknarskriftinni. Setningarnar eru samtals fjögur hundruð og er þeim skipt í flokka eftir því hvaða regla er einkum æfð.
Stoðkennarinn virkar nú að mestu leyti fyrir iPad. Því miður styður iPad ekki við java og flash og fyrir vikið virka einstaka verkefni ekki. Prósentutalan gefur gróflega til kynna hversu mikill hluti efnisins virkar á iPad.