Lært á lyklaborðið

Lært á lyklaborðið á netinu
Skriftarkennsla hefur verið mikilvægur þáttur menntunar íslenskra barna allt frá því að skipulögð kennsla hófst hér á landi. Nú er hins vegar svo komið að fæstir þeirra sem komnir eru á vinnumarkað skrifa meira en nokkrar setningar á dag. Lyklaborðið hefur fyrir margt löngu tekið við af pennanum og blýantinum. Því er nauðsynlegt að skólar þjálfi nemendur sína í réttri fingrasetningu þannig að þeir geti náð sem mestum hraða á lyklaborðið.

Ýmsir ritþjálfar hafa litið dagsins ljós seinustu áratugi og sameinar ritþjálfi Stoðkennarinn alla kosti þeirra. Kerfið skráir að vanda gengi hvers og eins notanda til bókar þannig að kennarinn sér á einfaldan hátt hvernig hverjum og einum gengur.

Námsvöndlar námskeiðs:

Verkefnapakki I

Ritþjálfi lyklaborðsæfingar
Hér lærir nemandi og þjálfar sig í að skrifa á lyklaborðið. Byrjað er á tveimur stöfum í einu en jafnt og þétt bætast við fleiri lyklar. Að loknum þessum námspakka getur nemandi skrifað texta sem inniheldur alla stafi nema ö, sérlhjóða með kommum og hástafi. Hver kafli hefst á innlögn þar sem nýir lyklar eru kynntir til sögunnar og fingrasetning sýnd. Áhersla er lögð á að nemandi byrji sem fyrst að rita merkingarbær orð. Upplýsingar um hraða og hlutfall réttra slaga eru skráðar í einkunnabók.

Verkefnapakki II

Ritþjálfi lyklaborðsæfingar
Hér heldur nemandi áfram að læra og þjálfa sig á lyklaborðið í gagnvirku umhverfi Stoðkennarans. Nemandi lærir m.a. að rita hástafi, tölustafi og að setja kommur yfir. Reynt er að hafa textana merkingarbæra og áhugaverða fyrir nemendur. Upplýsingar um hraða og hlutfall réttra slaga eru skráðar í einkunnabók.
Stoðkennarinn virkar nú að mestu leyti fyrir iPad. Því miður styður iPad ekki við java og flash og fyrir vikið virka einstaka verkefni ekki. Prósentutalan gefur gróflega til kynna hversu mikill hluti efnisins virkar á iPad.