Stærðfræði I
Stærðfræðin reynist mörgum erfið en það er trú Stoðkennarans að með skýrri uppsetningu, gagnvirkum æfingum og góðri yfirsýn kennara sé hægt að ráða úr vanda flestra. Í þessu námskeiði er farið í flesta þá þætti stærðfræðinnar sem nemendur í sjötta og sjöunda bekk þurfa að kljást við og kunna. Einnig getur það hentað eldri nemendum sem ekki hafa náð nægilega góðum tökum á efninu eða þurfa á upprifjun að halda.
Námsvöndlar námskeiðs:
Kennsluhefti 1
Í þessu hefti er farið í ýmis þau atriði sem nemendur í 6. og 7. bekk kljást við: tölur og reikning, líkur, tugabrot og rúmfræði. Hver kafli inniheldur ótakmarkaðan fjölda dæma og er hverju dæmi fylgt eftir með ítarlegum útskýringum. Uppsetning heftis kallast á við Stiku 2a en að sjálfsögðu má nota efnið eitt og sér eða sem ítarefni með öðrum námsbókum.
Kennsluhefti 2
Þetta hefti er framhald af hefti númer eitt en hér er farið í mælingar, almenn brot, margföldun, deilingu og hnitakerfið. Uppsetning heftis kallast á við Stiku 2b en að sjálfsögðu má nota efnið eitt og sér eða sem ítarefni með öðrum námsbókum.
Kennsluhefti 3
Hér er farið nánar í ýmislegt það sem viðkemur tölum, tölfræði og líkum, margföldun og deilindu og rúmfræði. Uppsetning heftis kallast á við Stiku 3a en að sjálfsögðu má nota efnið eitt og sér eða sem ítarefni með öðrum námsbókum.
Kennsluhefti 4
Í fyrsta hluta er farið í ýmislegt það sem viðkemur mælingum á formum, vegalengdum og tíma. Í öðrum hluta er farið nánar í almenn brot og prósentureikningur kynntur til leiks. Í þriðja hluta er farið í ýmsar reiknignsaðgerðir og þeim fjórða í algebru og ýmis mynstur. Uppsetning heftis kallast á við Stiku 3b en að sjálfsögðu má nota efnið eitt og sér eða sem ítarefni með öðrum námsbókum.
Margföldunartaflan
Nemandi velur margföldunartöflu til að þjálfa og reiknar svo í kappi við tímann. Súlan hækkar í hvert sinn sem útkoma nemanda er rétt en fellur við rétta útkomu ásamt því að hún fellur stöðugt með hverri sekúndu. Markmiðið er að ná súlunni alla leið upp.
Stoðkennarinn virkar nú að mestu leyti fyrir iPad. Því miður styður iPad ekki við java og flash og fyrir vikið virka einstaka verkefni ekki.
Prósentutalan gefur gróflega til kynna hversu mikill hluti efnisins virkar á iPad.