Íslenska - stig 1
Netnámskeið fyrir nemendur sem eru að læra íslensku sem annað tungumál.
Námsvöndlar námskeiðs:
Lesum, hlustum, skrifum og tölum
Hér gefst nemendum kostur á að æfa sig í að hlusta, lesa, skrifa og tjá sig á íslensku. Verkefnin eru tilvalin til að vinna samhliða því sem farið er í gegnum bókina
Íslenska fyrir alla 1.
Sóknarskrift
Nemanda er sýnd setning í tvær til tíu sekúndur. Eftir að setning hverfur ritar nemandi hana niður og sendir svo Stoðkennaranum til yfirferðar. Innan við sekúndu síðar eru birtar niðurstöður, fjöldi villna og útskýringar á eðli þeirra. Orðaforðinn rímar vel við efni bókarinnar
Íslenska fyrir alla 1.
Upplesnar setningar
Nemandi hlustar á upplesna setningu og ritar hana svo niður og sendir Stoðkennaranum til yfirferðar. Innan við sekúndu síðar eru birtar niðurstöður, fjöldi villna og útskýringar á eðli þeirra. Orðaforðinn rímar vel við efni bókarinnar
Íslenska fyrir alla 1.
Bókaskápurinn
Verkefnin tengjast bókum í smábókahillu
mms.is.
Að þekkja hljóðin
Nemendur hlusta á nokkur orð lesin upp og rita þau svo niður. Þannig fá þeir þjálfun í að greina íslensku málhljóðin.
Hljóðupptökurnar voru unnar á Árnastofnun í tengslum við rafrænar orðabækur stofnunarinnar.
Orðaforði - stig 1
Hér læra nemendur nýjan orðaforða með hjálp mynda og hljóðs.
Stoðkennarinn virkar nú að mestu leyti fyrir iPad. Því miður styður iPad ekki við java og flash og fyrir vikið virka einstaka verkefni ekki.
Prósentutalan gefur gróflega til kynna hversu mikill hluti efnisins virkar á iPad.