Íslenska - stig 2

Íslenska - stig 2 á netinu
Netnámskeið fyrir nemendur sem eru að læra íslensku sem annað tungumál.

Námsvöndlar námskeiðs:

Stuðningsefni með bókinni Íslenska fyrir alla 2

Ýmis verkefni sem tengjast efni bókarinnar Íslenska fyrir alla 2.

Upplesnar setningar

Stafsetning fyrir spjaldtölvur
Nemandi hlustar á upplesna setningu og ritar hana svo niður og sendir Stoðkennaranum til yfirferðar. Innan við sekúndu síðar eru birtar niðurstöður, fjöldi villna og útskýringar á eðli þeirra.

Sóknarskrift

Stafsetning á netinu
Nemanda er sýnd setning í tvær til tíu sekúndur. Eftir að setning hverfur ritar nemandi hana niður og sendir svo Stoðkennaranum til yfirferðar. Innan við sekúndu síðar eru birtar niðurstöður, fjöldi villna og útskýringar á eðli þeirra.

Málfræðihefti

Íslenska sem annað tungumál
Kennsluheftið inniheldur um fjörutíu kafla sem skipt er í þrjá meginhluta: nafnorð, lýsingarorð og sagnorð. Áhersla er lögð á að kenna nemendum helstu beygingarflokka íslenskunnar án þess að dvelja um of við undantekningarnar. Hver kafli hefst á innlögn þar sem regla er reifuð í máli og myndum en í framhaldi vinnur nemandi gagnvirkt verkefni. Stoðkennarinn bregst við öllum villum á uppbyggilegan og skýran hátt.

Nútíð sagna

Íslenskar sagnir
Þetta verkefni er eðlilegt að vinna í kjölfar kaflanna um nútíð í kennsluhefti. Nemandi hakar við þær sagnir sem hann vill vinna með og ritar svo allar myndir þeirra í nútíð með því að fylla inn í eyður í setningum. Orðabókamyndir hverrar sagnar eru sýndar til hliðar nemanda til leiðsagnar, enda er ekki gert ráð fyrir að hann viti alltaf hvaða beygingarflokki sögn tilheyrir, fremur að hann geti nýtt sér upplýsingar í orðabók til að beygja hana á réttan hátt. Ef honum tekst það þá er sögnin merkt sérstaklega í yfirliti.

Viltu læra íslensku - myndbönd

Íslenska sem annað tungumál
Þættirnir ....

Að þekkja hljóðin

Stafsetning fyrir spjaldtölvur
Nemandi hlustar á nokkur orð lesin upp og ritar þau svo niður. Þannig fá þeir þjálfun í að greina íslensku málhljóðin. Hljóðupptökurnar voru unnar á Árnastofnun í tengslum við rafrænar orðabækur stofnunarinnar.

Hitt og þetta 1 - hlustunarverkefni

Hlustunarverkefni úr textum bókarinnar Hitt og þetta 1. Höfundur bókarinna, Ragnheiður Valgerður Sigtryggsdóttir, veiti góðfúslegt leyfi fyrir notkun hljóðupptaka.

Kæra dagbók I - hlustunarverkefni

Stafsetning fyrir spjaldtölvur
Nemendur hlusta á texta úr bókinni Kæra dagbók I og vinna verkefni úr textanum. Höfundur bókarinnar, Jóhanna G. Kristjánsdóttir, veitti góðfúslegt leyfi fyrir notkun hljóðupptaka.
Stoðkennarinn virkar nú að mestu leyti fyrir iPad. Því miður styður iPad ekki við java og flash og fyrir vikið virka einstaka verkefni ekki. Prósentutalan gefur gróflega til kynna hversu mikill hluti efnisins virkar á iPad.