Skilmálar

Upplýsingar um fyrirtækið/söluaðilann

Stoðkennarinn ehf.
Stórholt 17, 105 Reykjavík
892-4516
stodkennarinn@stodkennarinn.is

Stoðkennarinn áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Afhending vöru og uppsögn áskriftar

Skóli greiðir fyrir aðgang nemenda

Kennarar skóla geta sjálfir boðið nemendum sínum að tengjast námskeiðum Stoðkennarans og verður aðgangur virkur um leið. Í tilviki þeirra skóla sem sjálfir greiða fyrir aðgang nemenda (allir grunnskólar og sumir framhaldsskólar) þá er í lok hvers mánaðar reiknað út verð miðað við fjölda nemenda og faga og reikningur sendur til skóla. Skóli getur sagt upp áskrift hvenær sem er og rennur aðgangur nemenda þá út um leið og næsti heili mánuður áskriftar er liðinn.

Skóli útvegar aðang en nemendur borga

Um leið og nemandi hefur samþykkt boð kennara um að tengjast námskeiði verður aðgangur nemanda virkur. Viku síðar læsist aðgangur ef nemandi hefur ekki greitt fyrir aðgang sinn. Aðgangur er virkur þann tíma sem kennari tilgreindi þegar hann sendi út boð til nemenda og greiðir nemandi fyrir þann tíma.

Einstaklingar kaupa sér aðgang óháð skóla

Um leið og greitt hefur verið er aðgangur stofnaður að vefnum og tölvupóstur með aðgangsorðum sendur til kaupanda, sem getur byrjað að nota vefinn um leið. Keyptur er aðgnagur að einum, þremur eða sex mánuðum í senn og greitt fyrir allan tímann í upphafi.

Verð á vöru og sendingarkostnaður

Öll verð sem timlgreind eru á vefnum eru endanleg og engin aukakostnaður er lagður á.

Að skipta og skila vöru

Ekki er hægt að fá endurgreitt fyrir námskeið sem keyptur hefur verið aðgangur að.

Trúnaður (öryggisskilmálar)

Stoðkennarinn heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur

Stoðkennarinn ehf. lætur engum öðrum í té upplýsingar um notendur og eyðir þeim út þegar þrjú ár hafa liðið án þess að notandi hafi endurvirkjað aðgang sinn.