Ef kennari framhaldsskóla hyggst nýta sér námsefni Stoðkennarans þarf að hafa samband við okkur og búum við þá í framhaldi til aðgang fyrir kennara, sem þá getur skráð sig inn og stofnað hópa og boðið nemendum að tengjast hópi og námskeiðum. Ýmist greiðir skóli fyrir aðganginn eða nemendur og þarf að tilkynna okkur um hvor leiðin verður farin. Ef nemendur greiða sjálfir eru þeir sendir á greiðslusíðu Valitor eftir innskráningu á vef Stoðkennarans.