Málfræði I (fyrir 7. bekk)
Málfræði hefur löngum verið stór hluti af móðumálskennslu íslenskra barna og unglinga. Hætt er við að hún verði staglkennd og jafnvel of fyrirferðamikil, á meðan aðrir veigamiklir þættir eins og ritun og tjáning sitja á hakanum. Með því að nýta sér krafta Stoðkennarans er hægt að vinna á markvissan hátt í málfræðinni og nýta sér gagnvirkni tölvunnar, bæði í skóla og heima fyrir, en nota þann tíma sem sparast við yfirferð verkefna til að vinna með móðurmálið á meira skapandi hátt.
Í þessu námskeiði, sem einkum er miðað við þarfir og getu nemenda í 7. bekk, er farið ítarlega í orðflokkana og einkenni þeirra. Kennsluheftið er kjarni námskeiðsins en einnig er hér að finna sérstaka námseiningu sem snýr að nafnorðum og fallbeygingu þeirra. Námsefnið hentar afar vel sem ítarefni og stuðningur við námsbókina Málrækt sem víða er notuð.
Námsvöndlar námskeiðs:
Málfræðihefti I
Í kennsluheftinu er farið í helstu orðflokkana og einkenni þeirra. Á markvissan hátt er farið í nafnorð, fornöfn, lýsingarorð og sagnorð og einkenni hvers og eins flokks greind. Hverjum kafla fylgir gagnvirkt verkefni og er einkunn að vanda skráð til bókar.
Fallbeyging nafnorða
Í þessu verkefni er nemanda gert að fallbeygja fjöldann allan af nafnorðum. Nemandi hakar við þau orð sem hann vill vinna með í hverri lotu og fallbeygir þau svo í gagnvirku umhverfi Stoðkennarans. Alls eru í boði 72 nafnorð sem skipt er í sex flokka. Ef nemandi fallbeygir orð rétt þá er það merkt sérstaklega í yfirliti, en einnig er einkunn ávallt skráð í einkunnabók.
Stoðkennarinn virkar nú að mestu leyti fyrir iPad. Því miður styður iPad ekki við java og flash og fyrir vikið virka einstaka verkefni ekki.
Prósentutalan gefur gróflega til kynna hversu mikill hluti efnisins virkar á iPad.